Fara yfir á efnisvæði

4G auglýsingar Nova bannaðar

18.12.2014

Neytendastofa hefur bannað frekari birtingu 4G auglýsinga Nova þar sem fram koma fullyrðingar um hraða þjónustunnar.

Stofnuninni bárust kvartanir bæði frá Símanum og Tal þar sem kvartað var yfir auglýsingum Nova. Í auglýsingunum var annars vegar fullyrt að 4G væri 10x hraðara en 3G og hins vegar að 4G væri 3x hraðara en ADSL. Byggðu fullyrðingarnar meðal annars á rannsóknum á gagnahraða 4G og 3G.

Með ákvörðun sinni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að fullyrðingar Nova væru of viðamiklar og afgerandi miðað við þau gögn sem að baki þeim liggja. Þær rannsóknir sem lagðar voru fram sýna að fullyrðingar Nova standast í einhverjum tilvikum en í öðrum tilvikum er hraðamunur þjónustunnar mun minni. Þar sem enginn fyrirvari og engar skýringar koma fram samhliða fullyrðingunum taldi Neytendastofa þær villandi gagnvart neytendum og ósanngjarnar gagnvart keppinautum.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA