Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Esska snuðhöldurum í Lindex

29.12.2014

FréttamyndNeytendastofa vekur athygli á að Lindex hefur innkallað snuðhaldara frá Esska, vörunúmer 7163714, þar sem að hann uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Ástæða innköllunarinnar er sú að gormur sem er í snuðhaldaranum kann, undir ákveðnum kringumstæðum, að losna og getur fests í hálsi barna og þar með valdið köfnunarhættu. 
Lindex fer því þess á leit við þá viðskiptavini sína sem keypt hafa umræddan snuðhaldara að snúa sér til næstu verslunar Lindex og fá endurgreitt að fullu. Frekari upplýsingar er að finna  á heimasíðu Esska  http://www.esska.nu/sv/ og hjá verslunum Lindex.

TIL BAKA