Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar A4 vegna TAX FREE auglýsinga

29.12.2014

A4 Skrifstofa og skóli ehf. auglýsti svonefndan TAX FREE afslátt af vörum verslunarinnar, dagana 25.-28. september 2014. Í auglýsingum A4 kom hins vegar ekki fram hver afsláttarprósenta tilboðsins væri. Með ákvörðun Neytendastofu þann 10. janúar 2013 hafði stofnunin bannað A4 að auglýsa með sama hætti, þ.e. TAX FREE afslátt án þess að afsláttarprósenta kæmi fram.

Við meðferð málsins kom fram að um mistök hafi verið að ræða sem A4 harmi. Félaginu sé kunnugt um þær reglur sem gildi við birtingu slíkra auglýsinga og muni A4 ekki auglýsa aftur með þessum hætti.

Þar sem A4 braut gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar taldi Neytendastofa nauðsynlegt að sekta A4. Var því lögð 50.000 kr. stjórnvaldssekt á félagið fyrir brotið.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA