Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar hjólbarðaverkstæði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

05.01.2015

Neytendastofa hefur sektað fimm hjólbarðaverkstæði í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Neytendastofa fór í heimsóknir á hjólbarðaverkstæði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að skoða verðmerkingar og fengu þau fyrirtæki sem stofnunin gerði athugasemdir við fyrirmæli um að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar.

Þegar skoðunum var fylgt eftir kom í ljós að fimm bifreiðaverkstæði höfðu ekki gert fullnægjandi lagfæringar á verðmerkingum sínum. Því hefur Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á hjólbarðaverkstæðin Bíla-áttuna Smiðjuvegi, Bílkó Smiðjuvegi, KvikkFix Hvaleyrarbraut, MAX1-Bílavaktina Bíldshöfða, og Vöku Skútuvogi.

Ákvarðanirnar eru nr. 59/2014, 60/2014, 61/2014, 62/2014 og 63/2014.

TIL BAKA