Fara yfir á efnisvæði

Nicotinell auglýsingar ósanngjarnar

09.01.2015

Neytendastofu barst kvörtun frá Vistor, umboðsaðila Nicorette hér á landi, yfir auglýsingum Artasan, umboðsaðila Nicotinell, þar sem því var haldið fram að auglýsingarnar væri villandi og ósanngjarnar bæði gagnvart neytendum og keppinautum. Auglýsingarnar snéru að því að neytendum var boðið að fara með tómar umbúðir af einhverri vöru frá Nicorette eða Nicovel í apótek og fá 50% afslátt af Nicotinell Spearmint nikótínlyfjatyggigúmmíi.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að auglýsingarnar væri ekki villandi gagnvart neytendum eða að upplýsingar skorti í þær. Stofnunin féllst hins vegar á það með Vistor að auglýsingarnar væri ósanngjarnar gagnvart Artasan bæði vegna forms þeirra og þar sem skírskotað væri til óviðkomandi mála.

Birtingu auglýsinganna hafði þegar verið hætt en með ákvörðuninni lagði Neytendastofa bann við frekari birtingu þeirra.

Ákvörðunina má lesa í hér.

TIL BAKA