BL ehf innkallar 13 Land Rover bifreiðar
04.02.2015
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 13 Land Rover Defender bifreiðar með 2,2L og 2,4L vélum af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram olíuleki á framdrifi báðum megin. Í alvarlegri málum hafa eigendur tilkynnt að hjól, hjólfesting og fjöðrunarbúnaður hafa gefið sig og brotnað upp í hjólskál. Í allra verstu tilfellum hafa hjól og hjólafestingar losnað frá bílnum.
Ef hjólfestingar losna hefur það áhrif á stöðugleika bílsins og akstursstefnu og eykst þá hætta á slysi til muna.
BL ehf mun hafa samaband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.