Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 332 Yaris Hybrid bifreiðar

09.02.2015

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 332 Yaris Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2012-2014. Ástæða innköllunar er að galli í forðageymi fyrir hemlavökva getur leitt til þess að ef leki kemur að fremra hemlakerfi geta forðageymar bæði fremra og aftara hemlakerfis tæmst og virkni hemlanna minnkað eða í versta falli getur bíllinn orðið hemlalaus. Áður en virkni hemlanna minnkar eða hverfur kviknar gaumljós í mælaborði bílsins.

Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar. Ef gaumljós vegna lækkaðs vökvaforða á hemlakerfinu kviknar eru eigendur beðnir um að snúa sér strax til næsta Toyota þjónustuaðila.

TIL BAKA