BL ehf innkallar Range Rover bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 5 Range Rover, Range Rover Sport og Discovery bifreiðar af árgerðinni 2015. Ástæða innköllunar er að hætta er á að felgurær geti sprungið eða brotnað og losnað frá hjólnafinu við álag. Í þeim tilfellum ef tvær eða fleiri felgurær á einstaka hjóli uppfylla ekki gæðastaðla geta þær losnað við álag og er því ekki öruggt að hinar rærnar sem eftir eru séu nógu sterkar til að halda hjólinu við hjólnafið. Hjól getur því losnað sem leiðir til að ekki sé hægt að stjórna bílnum sem eykur líkur á árekstri.
Skipta þarf um felgurær í þessum bifreiðum. Haft verður samband símleiðis við eigendur sem hafa nú þegar fengið bíla sína afhenta. Aðrir bílar verða lagfærðir fyrir afhendingu.