Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í ritfangaverslunum kannaðar

20.02.2015

Neytendastofa kannaði verðmerkingar í 16 ritfangaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Í flestum verslununum var könnunin athugasemdalaus en fjórar verslanir þurfa að laga verðmerkingar hjá sér. Það eru verslanirnar Eymundsson Álfabakka, Penninn Hallarmúla, A4 Skeifunni og A4 Smáralind. Þessar niðurstöður er svipaðar niðurstöðum könnunar sem Neytendastofa gerði fyrir tveimur árum þar sem athugasemdir voru gerðar við fjórar verslanir af 18 í fyrri skoðun.

Könnuninni verður fylgt eftir með annarri heimsókn á næstu misserum og kemur þá í ljós hvort farið hefur verið eftir fyrirmælum stofnunarinnar. Hafi það ekki verið gert geta verslanirnar átt von á sektum.

Neytendastofa mun halda áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegu aðhaldi sem skilar sér í formi góðrar og réttrar verðmerkingu vara. Stofnunin hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum Mínar síður á vefslóðinni www.neytendastofa.is

TIL BAKA