Fara yfir á efnisvæði

Bílabúð Benna ehf. innkallar 705 Chevrolet Spark

12.03.2015

Lógó Chevrolet

Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna varðandi innkallanir á 705 Chevrolet Spark bifreiðar af árgerð 2010-2015.

Í tilkynningunni kemur fram að ástæða innköllunar er sú að Chevrolet hefur uppgötvað að í sumum bílum framleiddum á þessu tímabili sé möguleiki á að seinni húddlæsingin gangi ekki til baka í læsingarstöðu. Ástæðan er tæring í læsingu. Skipt verður um húddlæsinguna eiganda að kostnaðarlausu.

Viðkomandi bifreiðareigendum verður sent bréf vegna þessarar innköllunar. Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í verkstæðismóttöku Bílabúðar Benna ehf.

TIL BAKA