Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Renault Clio IV Sport bifreiðar

16.03.2015

Lógó BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi tvær Renault Clio IV Sport bifreiðar af árgerðinni 2014. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á eldsneytislykt verði vart í vélarsal. Orsök getur verið sú að herslu vanti á bensínþrýstiskynjara á spíssagreiðu sem getur orsakað eldsneytisleka á samsetningu þessara hluta.

BL ehf mun hafa samaband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA