Eftirlit Neytendastofu skilar árangri
18.03.2015
Í febrúar sl. fór fulltrúi Neytendastofu í ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í mars með seinni heimsókn. Farið var í þær fjórar verslanir sem stofnunin hafði gert athugasemdir við í fyrri ferð, höfðu allar ritfangaverslanirnar haft fyrirmæli Neytendastofu að leiðarljósi og bætt verðmerkingar sínar.
Við hvetjum neytendur til að vera ávallt vel á verði og koma ábendingum til stofnunarinnar á slóðinni www.neytendastofa.is