Fara yfir á efnisvæði

Fyrirtæki á Akureyri sektuð vegna skorts á verðmerkingum

19.03.2015

Neytendastofa hefur Í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í verslunum á Akureyri sektað fjögur fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga í verslunum þeirra.

Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda verslana og sölustaða á Akureyri annars vegar í júlí og hins vegar í desember 2014. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga í verslunum á Akureyri batnað verulega.

Nokkrar verslanir höfðu þó ekki sinnt tilmælum Neytendastofu með fullnægjandi hætti og lagði Neytendastofa því stjórnvaldssektir á fyrirtækin. Þau fyrirtæki sem um ræðir eru N1 Hörgárbraut, Hárkompan, Halldór Ólafsson og Samkaup Strax vegna verslana að Borgarbraut og Byggðavegi.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér nr. 7/2015 8/20159/2015 og 10/2015.
 

TIL BAKA