Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 88 Renault Captur bifreiðar

24.03.2015

Lógó BL

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 88 Renault Captur bifreiðar framleidda á tímabilinu janúar 2013 til nóvember 2014. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti framleiðanda að möguleiki er á að staðsetning hemlaslagna að framan sé ekki rétt og nuddist þar af leiðandi í innra bretti bifreiðarinnar. Möguleiki er á að magn hemlavökva í forðabúri minnki niður fyrir MIN og því komi gaumljós í mælaborð með þeim möguleika að stíga þurfi lengra á hemlafetil.

BL ehf mun hafa samaband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA