Fara yfir á efnisvæði

Töfrahetjuegg Góu ekki fyrir börn yngri en þriggja ára

27.03.2015

Fréttamynd

Neytendastofa vill vekja athygli á að Töfrahetju eggin frá Góu eru ekki ætluð börnum undir þriggja ára þar sem leikföng sem þeim fylgja innihalda smáhluti sem geta valdið köfnunarhættu.

Á umbúðir páskaeggsins vantaði varúðarmerkingar þar sem fram kemur að eggin eru ekki ætluð ungum börnum. Neytendastofa hvetur þá aðila sem þegar hafa keypt Töfrahetjuegg Góu fyrir börn undir þriggja ára aldri að taka til hliðar leikfangið þar sem það getur verið hættulegt fyrir börn.

Lítil börn hafa tilhneigingu til þess að setja hluti upp í munninn og í pokunum sem fylgja páskaeggjunum eru smáir hlutir sem hætta er á að losni í sundur. Einn smá hlutur sem losnar er lítið plastegg, börn gætur ruglað því við sælgæti og sett upp í sig með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Samkvæmt upplýsingum frá Góu hafa merkingar verið lagfærðar á páskaeggjum sem hafa ekki enn verið seld.

TIL BAKA