Fara yfir á efnisvæði

Kæru Hagsmunastaka heimilanna vísað frá áfrýjunarefnd

08.04.2015

Neytendastofa tók ákvörðun þann 16. maí 2014, nr. 24/2014, um að ekki væri ástæða til aðgerða vegna markaðssetningar Íslandsbanka á vaxtagreiðsluþaki óverðtryggðra húsnæðislána. Hagsmunasamtök heimilanna sendu Neytendastofu kvörtun þar sem bent var á að þjónustan fæli ekki í sér raunverulega hámarksvexti heldur safnist upp áfallnir vextir, sem fari yfir svokallað þak, og bætist við höfuðstól lánsins. Með þessu formi væri ómögulegt að reikna út heildarlántökukostnað eða árlega hlutfallstölu kostnaðar. Neytendastofa taldi aftur á móti að öll markaðssetning og kynning á þjónustunni væri skýr að því leyti að um greiðsluþak væri að ræða og því væri ekki tilefni til að ætla að samið væri um hámarksvexti. Hagsmuna samtök heimilanna kærðu ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála.

Áfrýjunarnefndin hefur vísað málinu frá í ljósi þess að Hagsmunasamtök heimilanna njóta ekki kæruaðildar þar sem félagið hefur ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Því geti félagið ekki kært ákvörðunina.

Úrskurð í máli nr. 5/2013 má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA