Fara yfir á efnisvæði

Bílaleigur í Evrópu samþykkja aðgerðir gegn verðmismunun eftir búsetu

16.04.2015

Þar sem tími sumarleyfa er að ganga í garð og margir huga að ferðalögum erlendis vill Neytendastofa vekja athygli neytenda á að þeir njóta ýmissa réttinda innan Evrópu. Ef neytandi ætlaði að leigja bíl t.d. í Bretlandi þá gat munað miklu á milli landa hvort að bílinn var leigður af neytenda frá Ísland, Bretlandi eða Þýskaland. Þetta er búið að stoppa. Það er mikilvægt að vita að það er óheimilt er að mismuna neytendum eftir búsetu innan Evrópu. Í því felst m.a. að það má ekki bjóða mismunandi verð eftir því hvert heimaland neytandans er nema ástæðurnar séu réttlætanlegar. Það ætti helst við ef það felur raunverulega í sér meiri kostnað fyrir seljandann að neytandinn búi í öðru ríki. Evrópusambandið tók upp mál gagnvart bílaleigum á árinu 2014 þar sem ábendingar höfðu borist um mismunun gagnvart neytendum eftir búsetu. Flestar bílaleigur í Evrópu gátu gefið fullnægjandi svör en skoða þurfti viðskiptahætti Europcar, Hertz og Avis nánar. Í kjölfarið samþykktu bílaeigurnar að:

    - Nota ekki sjálfvirka leit til að átta sig á því hvert heimaland neytenda er út frá IP tölum neytenda þegar pantað     er á netinu.

    - Koma ekki í veg fyrir að neytendur geti bókað bílaleigubíl á heimasíðu tengdri öðru ríki en þeir eru búsettir í.     Þannig geti neytendur t.d. athugað hvort að það sé ódýrara að leigja bíl í gegnum franska eða íslenska síðu     bílaleigunnar. Neytendur eiga að geta bókað besta verðið ef það er mismunur á verði milli landa. 

- Verðmismunun eftir heimalandi neytenda verður eingöngu leyfilegur í þeim tilvikum sem hægt er raunverulega      að réttlæta það.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.

TIL BAKA