Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna vísað frá áfrýjunarnefnd
Hagsmunasamtök heimilanna höfðu kvartað til Neytendastofu vegna auglýsinga Samtaka atvinnulífsins. Neytendastofa vísaði kvörtun samtakanna frá þar sem Samtök atvinnulífsins séu frjáls félagasamtök sem stundi ekki viðskipti og að hinar umkvörtuðu auglýsingar snúi ekki að kynningu á vöru, þjónustu eða réttindum sem séu neytendum til kaups. Áfrýjunarnefnd neytendamála lagði til grundvallar að nauðsynlegt væri að kærandi hefði lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins sem hefði bein eða óbein áhrif á hann. Að mati áfrýjunarnefndar yrði ekki séð að kærandi hefði nægilega sérstaka eða lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Var málinu því vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála.
Úrskurð í máli nr. 15/2014 má lesa í heild sinni hér