Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 4309 Yaris og Corolla bifreiðar

21.05.2015

Lógó toyotaNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 4309 Yaris og Corolla bifreiðar af árgerðum 2001 til 2006. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna getur rifið gat á drifbúnaðinn sjálfan sem veldur því að púðinn blæs ekki rétt út við árekstur og virkni hans verður ekki eins og til er ætlast.

Þessi innköllun er á heimsvísu og hér á landi gætu verið Toyota bílar af gerðunum Tundra og Sequoia framleiddir í Bandaríkjunum með þessari gerð af öryggispúðum.

Eigendur slíkra bíla geta snúið sér til næsta Toyota þjónustuaðila sem getur aflað upplýsinga um hvaða Toyota bílar framleiddir í Bandaríkjunum eru í þessari innköllun.

Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA