Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Proderm

22.05.2015

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Beiersdorf yfir fullyrðingum í auglýsingum Celsus á Proderm sólarvörn. Kvörtun Beiersdorf var í mörgum liðum þar sem kvartað var yfir níu fullyrðingum bæði í auglýsingum og á vefsíðu.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að í fimm tilvikum væru neytendum veittar villandi upplýsingar og því lagt bann við birtingu fullyrðinganna í þeirri mynd sem þær höfðu verið settar fram. Þetta voru fullyrðingar um yfirburða vörn gegn húðskaða af sólargeislum, yfirburða vatnsþolni, að sólarvörnin þoli sund, sjó og handklæðaþurrkun, að sólarvörnin sé langvirk og að Proderm froðan sé helmingi drýgri en krem.

Ekki var talin ástæða til að aðhafast vegna fullyrðinga um að Proderm Teknologi grunnformúlan sé skráð medicin teknisk, að Proderm hafi hlotið hæstu einkunn með vísan til Boots rannsóknar og að Prodern væri besta sólarvörnin með vísan til rannsóknar Bäst-i-test.

Sá hluti kvörtunarinnar sem snéri að fullyrðingu um að Proderm kæmi í veg fyrir sólarofnæmi var framsend Lyfjastofnun og ekki tekin til efnislegar meðferðar hjá Neytendastofu.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA