Toyota á Íslandi að innkallar 1279 RAV4, Hilux og Yaris
25.05.2015
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi
að innkalla þurfi 1149 RAV4, 63 Hilux og 67 Yaris bifreiðar af árgerðum 2003
til 2005. Ástæða innköllunar er að raki geti á löngum tíma og við ákveðnar
aðstæður safnast í drifbúnaðinn fyrir öryggispúðann í stýri í bifreiðanna. Ef
raki kemst í drifbúnaðinn getur hann rifnað sem veldur því að púðinn blæs ekki
rétt út við árekstur og virkni hans verður ekki eins og til er ætlast.
Eigendum verða send bréf vegna þessarar innköllunar.