Hvert á að leita ef flug tefst eða fellur niður vegna verkfalls?
Félagsmenn VR hafa boðað til verkfalls, m.a. í flugafgreiðslu, dagana 31. maí og 1. júní næstkomandi og allsherjarverkfalls frá 6. júní næstkomandi. Óljóst er að hvaða áhrif þetta mun hafa á flugsamgöngur en gott er fyrir neytendur að vita hvert á að leita.
Réttur neytenda vegna tafa eða aflýsingar flugs getur verið allt frá hressingum, hótelgistingu, flutningi til og frá flugvelli, endurgreiðslu flugmiða eða skaðabóta. Munum að flugrekendum ber að upplýsa farþega um réttindi okkar. Telji farþegi að flugrekendur brjóti á rétti sínum er hægt að leita til Samgöngustofu og óska eftir ákvörðun stofnunarinnar.
Ef flugi er aflýst á farþegi að geta leitað til flugfélagsins sem hann á pantað flug hjá. Ef ferð var keypt af ferðaskrifstofu þá á farþegi að geta leitað til ferðaskrifstofunnar.
Nánari upplýsingar um réttindi flugfarþega má nálgast hér.