Um 2500 tilkynningar varðandi hættulegar vörur í Evrópu
Á árinu 2014 voru samtals 2.435 tilkynningar um hættulegar vörur á heimasíðu Rapex. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rapex sem nú hefur verið gefin út fyrir árið 2014. Flestar vörurnar voru leikföng, fatnaður, vefnaðarvörur og tískuvörur. Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi hættulegar vörur.
Rapex kerfið virkar þannig að ef það hættuleg vara uppgötvast í ríki innan EES-svæðisins, þá sendir viðkomandi stjórnvald tilkynningu sem berst i gengum kerfið til allra annarra stjórnvalda á EES-svæðinu. Þessi samvinna milli aðildarríkisins og yfirvalda er nauðsynleg til þess að tryggja öryggi vara á innri markaði EES. Á síðasta ári komu flestar Rapex tilkynningar frá upphafi og voru samtals 2.755 aðgerðir gerðar vegna þeirra. Samtals 31 ríki eru aðilar að Rapex kerfinu og hefur hvert land tengilið, en á Íslandi er það Neytendastofa. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarríkin hafa átt í samstarfi í 12 ár í að bæta öryggi neytenda. Á þessum tíma hefur heildarfjöldi tilkynninga í Rapex fjórfaldast. Þetta staðfestir að Rapex er að sinna tilætluðu hlutverki sínu og heldur áfram að eflast með ári hverju.
Flestar vörur sem tilkynntar hafa verið í Rapex koma frá löndum utan ESB, aðallega frá Kína. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarríkin vinna reglulega með kínverskum yfirvöldum og skiptast á upplýsingum um hættulegar vörur. Kínversk yfirvöld geta með þessu móti rakið framleiðenda vörunnar og komið í veg fyrir að hættulegar vörur berist út á markaðinn. Samkvæmt Eddu Ólafsdóttur sem sér um Rapex hjá Neytendastofu er tilkynningum sem sendar eru frá Íslandi að fjölga. Árið 2014 tilkynnt samtals 46 sinnum, 12 sinnum vegna hættulegra vara sem fundust hér á landi og 34 skipti sem tilkynnt höfðu verið inn til Rapex. Langflestar þessara tilkynninga vörðuðu vélknúin ökutæki, barnavörur og almennar vörur.
Evrópusambandið birtir vikulega yfirlit á vef Rapex yfir hættulegar vörur. Á vefnum er gagnasafn sem inniheldur upplýsingar um meira en 19.000 vörur. Rapex vefurinn var var skoðaður næstum 2 milljón sinnum árið 2014. Fyrirtæki ættu að kíkja á heimasíðuna reglulega. Með því að skoða vikulegar tilkynningar og vera upplýst um áhættur viðkomandi vöruflokka geta fyrirtæki komið í veg fyrir að hættulegar vörur berist neytendum og valdi slysum. Neytendastofa vill því beina þeim tilmælum til framleiðenda að tryggja öryggi vara sem að þeir hyggjast setja á markað áður en að framleiðsla þeirra hefst með því að kynna sér þær reglur sem gilda um framleiðslu vörunnar áður en að mistök eða slys verða. Ef framleiðendur verða varir við hættur eftir að vara hefur verið framleidd eða er komin á markað er mikilvægt að þeir afturkalli þær vörur og hafi samband við viðeigandi stjórnvöld.
Stofnunin hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum um gallaðar eða hættulegar vörur til Neytendastofu á netfangið edda@neytendastofa.is eða postur@neytendastofa.is