Fara yfir á efnisvæði

Norræn neytendayfirvöld samhæfa aðgerðir gegn duldum auglýsingum

22.06.2015

Á fundi norrænna neytendayfirvalda í Osló þann 15. – 16. júní síðastliðinn var meðal annars rætt að duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa aukist á undanförnum árum. Breið samstaða er um aukið norrænt samstarf og samhæfingu aðgerða á þessum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu norræna neytendayfirvalda sem birtist í dag.

Duldar auglýsingar eru bannaðar og hefur Neytendastofa og aðrir umboðsmenn neytenda á Norðurlöndunum unnið ýmis átaksverkefni á þessum vettvangi. Þess má geta að Neytendastofa gaf nýverið út leiðbeiningar til íslenskra fjölmiðla og bloggara um efnið sem nálgast má hér.

Á fundinum í Osló var ákveðið að stofna starfshóp sem mun hafa að markmiði að útbúa samnorræna stefnu um duldar auglýsingar.

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu segir:

Duldar auglýsingar eru bannaðar hér á landi og í Evrópu. Ef neytendur átta sig ekki á þeim skilaboðum sem komið er á framfæri með markaðssetningu þá eru þeir síður í aðstöðu til þess að taka gagnrýna og upplýsta ákvörðun um viðskipti. Málið snýst um traust og heiðarleika. Neytandinn þarf að geta treyst því að um raunverulegar skoðanir og lýsingar á vörunni og þjónustunni sé að ræða og að þær séu ekki keyptar.“

Forstjórar norrænu Neytendastofanna eru:
• Tryggvi Axelsson, Neytendastofa.
• Christina Toftegaard Nielsen, Forbrugerombudsmanden, Danmörku.
• Rannvá Ragnarsdòttir, Brúkaraumboðið, Færeyjum.
• Gry Nergård, Forbrukerombudet, Noregi.
• Gunnar Larsson, Konsumentverket, Svíþjóð.
• Päivi Hentunen, Konkurrens- och konsumentverket, Finnlandi.

Sameiginlega fréttatilkynningu má nálgast hér.

TIL BAKA