BL ehf innkallar Subaru Impreza XV bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 15 Subaru Impreza XV bifreiðar af árgerðinni 2012. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að þegar setið er í farþegasæti og aukahlutur er tengdur við 12V notenda innstungu bifreiðar t.d. Ipod eða snjallsíma og viðkomandi snertir járn íhluti bílsins sem er jarðtengdur (t.d sætisgrind / handföng fyrir fram/aftur hreyfingu sætis) getur skynjunarkerfi í setu farþegamegin mistúlkað boð frá setuskynjara með þeim afleiðingum að skynjunarkerfið slökkvi á sér. Ef þetta gerist mun aðal loftpúðaljós kvikna og ljós fyrir loftpúða farþegamegin sýna OFF og er þá möguleiki á að loftpúði farþegamegin virkist ekki ef óhapp á sér stað. Skipta skal út stjórnboxi fyrir skynjunarkerfi í farþegasæti.
BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innkallanna.