Fara yfir á efnisvæði

10 ára afmæli Neytendastofu

01.07.2015

Fréttamynd

Neytendastofa fagnar 10 ára stofnafmæli sínu í dag 1. júlí 2015 er lög nr. 62/2005, um Neytendastofu tóku gildi. Neytendum eru tryggð margvísleg réttindi í viðskiptum og stofnun sérstaks eftirlits með réttindum neytenda markaði þáttaskil í neytendavernd hér á landi.

Á undanförnum tíu árum sýna kannanir Neytendastofu að neytendur eru mun meðvitaðri um réttindi sín og fyrirtæki á markaði í vaxandi mæli byggja upp viðskipti sín út frá sjónarhóli neytandans, kröfum hans og þörfum. Neytendastofa vill á þessum tímamótum hvetja alla neytendur til að kynna sér reglur um neytendavernd og leita upplýsingar og ráðgjafar ef þeir telja á brotið sé á rétti þeirra í viðskiptum. Stofnunin veitir einnig seljendum á vörum og þjónustu upplýsingar um gildandi reglur jafnt á sviði réttindi neytenda, sem og reglur sem gilda um öryggi vöru og mælingar í viðskiptum. Á heimasíðu stofnunarinnar sem og Faceobook síðu er margskonar upplýsingar sem koma jafnt neytendum sem fyrirtækjum að miklu gagn.

TIL BAKA