Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkallar 221 Suzuki Ignis bifreiðar

06.07.2015

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki um innköllun á 221 Suzuki Ignis bifreiðum af árgerðinni 2001-2006. Ástæða innköllunarinnar er að feiti sem notuð er á snertur kveikjulásins getur orðið leiðandi af hitamyndun sem verður við neista myndun þegar hreyfanlegi hlutur kveikjulássins fer af fast settri stöðu sinni yfir á snertur hans þar sem óviðeigandi feiti er notuð á snertur. Ef ökutækið er notað stöðugt eins og það er getur feitin myndað reyk sökum hita af óvæntri leiðni í feitinni eða í versta tilfelli eldur komið upp. Hugsanleg einkenni gætu komið upp ef kveikjulásinn er mikið notaður þ.e. 20 til 30 sinnum á dag í mörg ár. Skipta skal um kveikjulás (svissbotn).

Suzuki bílar hf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA