Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

14.07.2015

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli 20/2014 komist að þeirri niðurstöðu að Íslandsbanki hafi brotið gegn ákvæðum þágildandi laga um neytendalán með skilmála um vaxtaendurskoðun. Í skilmálum samningsins sem ákvörðun Neytendastofu nr. 44/2014 snéri að kom fram að bankanum væri heimilt að breyta vöxtum að liðnum fimm árum og svo á fimm ára fresti eftir þann tíma. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umrætt ákvæði skilmála samningsins væri ekki nægilega upplýsandi um það við hvaða aðstæður vextirnir gætu breyst.



Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA