Fara yfir á efnisvæði

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

24.07.2015

Neytendastofa athugaði í júní sl. hvort að samræmi væri á milli hillu- og kassaverð í 20 verslunum í Árborg og Hveragerð, um leið var athugað hvort að verðmerkingar væru í lagi og hvort vogir í kjörborði matvöruverslana væru löggiltar. Farið var á 10 bensínstöðvar, þrjú apótek, fimm matvöruverslanir og tvær byggingavöruverslanir. Farið var í fimm matvöruverslanir og skoðaðar verðmerkingar og samræmi á milli hillu- og kassaverð á vörum sem valdar voru af handahófi. Einnig var löggilding voga skoðuð bæði á afgreiðslukössum og vigtum á kjötborði. Töluvert var af óverðmerktum vörum í hillum í Krónunni, Bónus og Samkaup-Úrval á Selfossi og Bónus í Hveragerði. Allar vogirnar sem voru skoðaðar voru í lagi hvort sem var á afgreiðslukössum eða á vogum til að vigta á kjötborði á öllum stöðum.

Verðmerkingar voru skoðaðar í fjórum bensínstöðvum sem eru með verslun Athugasemdir voru gerðar hjá Olís Arnbergi, Shellskálann Hveragerði og N1 Hveragerði. Verðmerkingar í kælum voru ekki nægjanlegar og mikið var um óverðmerktar vörur í verslununum. Samræmi á milli hillu- og kassaverðs var þó í lagi þar sem var verðmerkt. Á ómönnuðu stöðvunum sex var athugað hvort verð sæist í söludælu og hvort verðskilti væru samkvæmt reglum.

Tvær byggingavöruverslanir voru skoðaðar á Selfossi, Byko og Húsasmiðjan. Í Byko voru þrjár vörur með ósamræmi á verði þar sem kassaverð var hæst 270 krónum hærra en hilluverð. Ekki voru gerðar athugasemdir við hillu- og kassaverð né við aðrar verðmerkingar í Húsasmiðjunni. Þrjú apótek voru könnuð, bæði apótekin á Selfossi komu mjög vel út úr könnuninni en Apótekarinn í Hveragerði var með þó nokkuð af óverðmerktum vörum og einnig fannst ósamræmi á milli hillu- og kassaverðs þar.

TIL BAKA