Könnun á mat- og drykkjaseðlum í Reykjavíkur
Neytendastofa kannaði veitingastaði og kaffihús í og við miðbæ Reykjavíkur í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort upplýsingar um magn drykkja kæmu þar fram. Ef neytendur eru sestir til borðs og byrjað að þjónustu þeim þegar þeir sjá matseðil getur verið erfitt að hætta við ef maturinn þykir dýr. Þess vegna hafa lengi verið í gildi reglur um að matseðill eigi að vera sýnilegur við inngöngudyr. Skoðaðir voru 39 staðir og voru 33 þeirra með matseðill við inngang. Aftur á móti vantaði upplýsingar um magn drykkja á matseðli hjá 25 veitingastöðum.
Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.