Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta
21.08.2015
Neytendastofa bannaði DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad spjaldtölvu. Taldi stofnunin að kostnaður vegna iPad spjaldtölvunarinnar í áskriftarleið DV væri innifalin í verði áskriftar og því hvorki frí né í kaupbæti. Var DV ehf. bannað að viðhafa viðskiptahættina og gert að greiða stjórnvaldssekt að fjárhæð 300.000 kr. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofa að öðru leyti en því að stjórnvaldssektin var felld úr gildi.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.