Fara yfir á efnisvæði

Samanburðarauglýsingar Skjásins brutu ekki gegn lögum

14.09.2015

Neytendastofu barst kvörtun frá 365 miðlum ehf. vegna samanburðarauglýsinga Skjásins ehf. á Skjá Einum þar sem bornar voru saman ágæti sjónvarpsáskrifta Skjásins og Stöð 2. Taldi 365 miðlar að áskriftirnar væru ekki samanburðarhæfar og að verðsamanburður væri settur fram með villandi hætti.

Neytendastofa féllst ekki á að ástæða væri til að grípa til aðgerða vegna auglýsingarinnar. Í ákvörðun Neytendastofu er um það fjallað að áskriftirnar væru staðgönguþjónusta hvor við aðra, bornir væru saman eiginleikar sem væru samanburðarhæfir og að framsetning upplýsinga í auglýsingunni væri ekki villandi.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA