Ilva innkallar barnarúm
18.09.2015
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Ilvu á Malik barnarúmum vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að barnarúmin eru ekki nægilega örugg og uppfylla ekki kröfur um öryggi.
Í tilkynningu frá Ilvu kemur fram að viðskiptavinir sem eiga Malik barnarúm, séu beðnir um að hætta notkun þeirra.
Barnarimlarúmin hafa verið seld í Ilvu, Korputorgi frá því árið 2011. Ilva mun hafa samband við kaupendur rúmanna en hægt er að skila rúmunum í Ilvu versluninni.
Engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum ofangreindra barnarúma.