Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Símann

30.09.2015

Neytendastofa hefur lagt 1.500 þús. kr. stjórnvaldssekt á Símann fyrir villandi og ósanngjarnar auglýsingar. Um er að ræða annars vegar fullyrðingu um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og neytendur hvattir til að flytja sjónvarpsviðskipti sín yfir til Símans. Hins vegar er um að ræða auglýsingar þar sem ýmist var fullyrt að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinaut, að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans eða að 70% velji Sjónvarp Símans.

Í ákvörðuninni er um það fjallað að Símanum hafi mátt vera fullkomlega ljóst að það hafi ekki verið ákvörðun Vodafone að slökkva á hliðrænum útsendingum RÚV og því verði fullyrðingin að teljast óvægin. Þá hafi Símanum mátt vera ljóst, af langri framkvæmd Neytendastofu og ákvörðun stofnunarinnar nr. 32/2014, að þegar inntak fullyrðing í auglýsingum er óljóst gagnvart neytendum þá verði skýringar að fylgja.

  Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA