Fara yfir á efnisvæði

Öryggi neytenda í Evrópu

06.10.2015

Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem fram koma ábendingar til allra ríkja um hættulegar vörur aðrar en matvæli, lækningavörur og lyf. Hlutverk þess er að miðla upplýsingum um hættulegar vörur eins fljótt og auðið er. Á síðasta ári komu flestar Rapex tilkynningar frá upphafi og voru samtals 2.755 aðgerðir gerðar vegna þeirra. Samtals 31 ríki eru aðilar að Rapex kerfinu og hefur hvert land tengilið, en á Íslandi er það Neytendastofa. Á hverjum föstudegi er birt vikulegt yfirlit yfir hættulegar vörur sem tilkynntar hafa verið í ríkjunum. Þetta vikulega yfirlit veitir allar upplýsingar um vöruna, mögulega hættu og hvaða aðgerða var gripið til. Rapex hefur gefið út myndband sem sýnir hvernig tilkynningarkerfið virkar, hægt er að skoða myndbandið hér

Stofnunin hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum um gallaðar eða hættulegar vörur til Neytendastofu á netfangið edda@neytendastofa.is eða postur@neytendastofa.is

TIL BAKA