Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála um loftið
23.10.2015
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að notkun Boltabarsins á heitinu væri til þess fallin að valda ruglingshættu við Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Taldi Neytendastofa að líta yrði til þeirrar ríku vörumerkjaverndar sem orðmerkið veitir Farfuglum, hinnar sérstæðu notkunar merkisins, stöðu viðkomandi fyrirtækja á markaðnum og samkeppnisstöðu þeirra. Var Loftinu því bönnuð notkun auðkennanna Loft, Loftið, Loftbarinn og lénsins loftidbar.is til auðkenningar á starfsemi sinni.
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðunina að því leyti að Boltabarnum væri bannað að nota auðkennið Loftið í núverandi mynd.
Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.