Fara yfir á efnisvæði

Ólavía og Oliver innkalla Julia barnarúm

30.10.2015

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Ólavíu og Oliver á barnarúmi frá Basson sem heitir Julia. Barnarúmið getur verið hættulegt börnum þar sem þeim getur stafað hengingarhætta af því hvernig horn rúmsins eru hönnuð. Hliðar rúmsins eru með gölluðum læsingum en það getur komið fyrir að þær virka ekki auk þess sem ekki er hægt að festa þær í neðri stöðu. Brautin sem notuð er til að færa hliðina upp á niður er þannig hönnuð að barn getur notað hana sem fótfestu og klifrað upp úr rúminu auk þess er hætta á að börn geti klemmt sig.

Barnarúmin hafa verið seld í Ólavíu og Oliver frá því árið 2008. Neytendur eru hvattir til að hætta strax notkun barnarúmanna og hafa samband við Ólavíu og Oliver.

Engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum barnarúmsins.

TIL BAKA