Fara yfir á efnisvæði

Lindex innkallar barnavesti

02.11.2015

FréttamyndNeytendastofa vekur athygli á innköllun Lindex á bleiku barnavesti með vörunúmeri 7233167 sem uppfyllir ekki gæða- og öryggisskilyrði. Í tilkynningu frá Lindex kemur fram að hnapparnir hafa ekki verið festir á með réttum hætti og því geta þeir dottið af. Hnapparnir geta fest sig í hálsi barna og þannig orsakað hættu á köfnun.

Viðskiptavinir sem sem keypt hafa vestið er beðnir um að snúa sér til næstu verslunar Lindex og fá endurgreitt. Kemur fram í tilkynningunni að Lindex sé annt um heilsu og öryggi viðskiptavina og harmi að vestið ranglega stóðst prófanir í víðtæku öryggis- og gæðaeftirliti fyrirtækisins.

Innköllunin nær einungis til vestis með vörunúmeri 7233167.

Viðskiptavinir sem hafa frekari spurningar geta hringt í okkur í síma 591-9099 og í tölvupósti lindexiceland@gmail.com.

TIL BAKA