Fara yfir á efnisvæði

Hekla hf innkallar tvær Mitsubishi Outlander bifreiðar

16.11.2015

Vörumerki MitsubishiNeytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Hekla hf varðandi innköllun á Mitsubishi Outlander PHEV vegna möguleika á að tengistykki milli bensínrörs og hosu sé ekki nægilega vel fest þannig að bensínleki getur orðið í vélarrúmi. Engin tjón hafa orðið vegna þessa en af öryggisástæðum þarf að skoða og lagfæra bíla sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Á Íslandi eru tveir bílar sem falla undir þessa innköllun.

Hekla hf. mun hafa samband við eigendur bílanna.

TIL BAKA