Fara yfir á efnisvæði

1909, Múla og Hraðpeningum gert að greiða dagsektir

20.11.2015

Neytendastofa hefur nú tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., rekstaraðili smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeningar, skuli greiða 250.000 kr. dagsektir.

Málið snýr að útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og því að félagið hefur ekki farið að skýru ákvæði laga og banni Neytendastofu við því að krefja neytendur um kostnað sem er umfram lögbundið hámark.

Eins og lög um neytendalán gera ráð fyrir hefur félagið fjórtán daga til að fara að ákvörðuninni frá því að ákvörðun um dagsektir er tekin, áður en sektirnar byrja að leggjast á. Innan sama tíma þarf það að kæra dagsektarákvörðunina til áfrýjunarnefndar.

Dagsektarákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA