Neytendastofa sektar Íslenskt meðlæti
25.11.2015
Árið 2009 tók Neytendastofa ákvörðun um að Eggert Kristjánsson hf. hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með því að veita neytendum villandi upplýsingar um uppruna frosins grænmetis sem selt er undir vörumerkinu Íslenskt meðlæti. Í kjölfar ákvörðunarinnar var bætt við upplýsingum á umbúðum vörunnar um uppruna hennar og var afskiptum Neytendastofu af málinu þar með lokið.
Í ágúst sl. barst stofnuninni ábending þar sem fram kom að upplýsingar um upprunamerkingar vantaði á umbúðirnar. Nú hefur Neytendastofa því sektað Eggert Kristjánsson um 500.000 kr. fyrir brot gegn ákvörðun Neytendastofu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.