Fara yfir á efnisvæði

Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna.

26.11.2015

Neytendastofa mun í byrjun næsta árs bjóða upp á í fyrsta sinn í fimm ár endurmenntunarnámskeið fyrir vigtarmenn. Með útgáfu laga nr. 91/2006 um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn var gildistími löggildingar vigtarmanna lengdur úr fimm árum í tíu ár.
Nú er því komið að því að þeir fyrstu sem fengu löggilt vigtarmannaréttindi til tíu ára þurfa að endurnýja réttindin. Á heimasíðu Neytendastofu mun fljótlega verða opnað fyrir skráningu á næsta endurmenntunarnámskeið. Námskeiðið er haldið af Neytendastofu og Fiskistofu tekur einn dag. Farið er yfir gildandi lög og reglugerðir sem er þá upprifjun en einnig kynning á því sem breyst hefur á þessu sviði. Neytendastofa hvetur þá aðila sem eru með löggildingu þar sem gildistíminn er að renna út að huga að endurmenntun og endurnýjun réttinda. Ef réttindin eru ekki endurnýjuð innan þriggja ára eftir að gildistíma þeirra lýkur þá þarf viðkomandi jafnvel að sitja allt vigtarmannanámskeiðið aftur.

TIL BAKA