Hópkaupum gert að greiða dagsektir
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Hópkaup skuli greiða dagsektir kr. 50.000 á dag þar til félagið breytir upplýsingum á vefsíðu sinni og skilmálum.
Neytendur hafa lögbundinn rétt til að skila vöru sem keypt er á netinu í 14 daga frá gerð samnings og fá endurgreiðslu kaupverðsins. Nánari upplýsingar um skilarétt má sjá hér.
http://www.neytendastofa.is/neytendur/skilarettur/
Á vefsíðu Heimkaupa, undir liðnum „þjónustuloforð“ kemur fram að neytendur geti fengið inneign í formi netkróna komi til endurgreiðslu. Neytendastofa tók fyrr á árinu ákvörðun um að þjónustuloforð Hópkaup væri ekki í samræmi við ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu. Þá komi ekkert fram í skilmálum hvernig endurgreiðslu sé háttað skili neytandi vöru innan 14 daga frá kaupum. Þar sem Hópkaup hafði ekki farið að ákvörðun Neytendastofu um að gera breytingar á upplýsingunum hefur nú verið tekin ákvörðun um dagsektir.
Dagsektarákvörðunina má lesa í heild sinni hér.