Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa tók ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða í tilefni af notkun Go Green ehf. á léninu gogreencars.is. Taldi Neytendastofa auðkennin innihalda almenn orð auk þess sem áhersluorðið „go“ fremst í vörumerki Go Green dragi úr hættu á ruglingi.
Í úrskurði áfrýjunarnefndar kemur fram að heiti og auðkenni fyrirtækjanna vísi til þess að bæði fyrirtæki leigi út eða hafi milligöngu um leigu á bifreiðum sem séu umhverfis- eða vistvænar. Álíta verði að þessi aðferð til að lýsa eiginleikum bifreiða sé almenn í þeim skilningi að í daglegu tali sé grænn litur notaður til að lýsa starfsemi sem sé umhverfisvænni en almennt gengur og gerist.
Ákvörðun Neytendastofu var því staðfest.
Úrskurð í máli nr. 10/2015 má lesa í heild sinni hér.