Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 247 Nissan bifreiðar

18.01.2016

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 247 Nissan Note bifreiðum. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 30.08.2005-31.12.2011 Ástæða innköllunarinnar er sú að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans Takata að möguleiki er á að aukinn þrýstingur komi upp þegar loftpúði virkjast, með þeim afleiðingum að púðinn rifni. Ekki er framleiðanda kunnugt um nein óhöpp þessu tengdu en af öryggisástæðum ákvað Nissan að innkalla þá bíla sem við á með Takata loftpúða í stýri.
Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA