Fara yfir á efnisvæði

Aukin neytendavernd við netbókun ferða og ferðapakka

21.01.2016

FréttamyndEvrópuþingið hefur samþykkt nýja tilskipun um ferðapakka nr. 2015/2302.
Núgildandi EES reglur um pakkaferðir (alferðir) eiga rót að rekja allt aftur til ársins 1990. Frá þeim tíma hefur framboð á ódýrum flugfargjöldum og sala á netinu aukist stórlega og einnig hvernig að ferðamenn skipuleggja og kaupa sér orlofsferðir með ferðapökkum sem þeir sjálfir setja saman.
Nýja tilskipunin mun styrkja og taka betur tillit til nýrrar innkauphegðunar hjá neytendum.
Helsta breytingin felst í nýrri og víðari skilgreiningu á pakkaferð og reglurnar munu nú ná til flest allra ferðapantana sem neytandi raðar saman sjálfur úr mismunandi þáttum. Með því eykst neytendavernd ferðalanga verulega t.d. í þeim tilvikum ef til gjaldþrots þjónustuveitanda kemur getur neytandi gengið að tryggingum sem bæta honum tjón. Auk þess er ferðaheildsölum skylt að veita neytendum meiri upplýsingar áður en gengið er frá kaupum.
Tilskipunina og frekar upplýsingar um þau réttindi sem hún kemur til með að færa neytendum má finna hér á vefsíðu Evrópusambandsins: http://ec.europa.eu/consumers/consumer_rights/travel/package/index_en.htm
Tilskipunina skal innleiða eigi síðar en 1. janúar 2018.

TIL BAKA