Fara yfir á efnisvæði

Ákvörðun um dagsektir vegna heitisins Loftið

01.02.2016

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Boltabarinn ehf. þar til fyrirtækið hefur farið að ákvörðun Neytendastofu.

Í desember 2014 var Boltabarnum ehf. bönnuð notkun heitisins Loftið þar sem það væri til þess fallið að valda ruglingshættu við auðkenni Loft Bar sem rekinn er af Farfuglum ses. Ákvörðun Neytendastofu var staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í október 2015 að því leyti að Boltabarnum ehf. væri bannað að nota auðkennið Loftið í núverandi mynd.

Þar sem Boltabarinn hefur enn ekki farið að ákvörðun Neytendastofu og úrskurði áfrýjunarnefndar lagði Neytendastofa dagsektir á Boltabarinn ehf. að fjárhæð kr. 50.000 kr. á dag þar til fyrirtækið gerir viðeigandi ráðstafanir.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér og úrskurð áfrýjunarnefndar hér. 

TIL BAKA