Fara yfir á efnisvæði

Könnun Neytendastofu á flugeldamarkaðnum

05.02.2016

FréttamyndNeytendastofa fór í átaksverkefni í desember 2015 og byrjun janúar 2016 vegna sölu skotelda. Sérstök áhersla var lögð á sölu skotelda á netsíðum. Átakið var gert vegna fjölda ábendinga sem bárust stofnuninni í desember sl. um að skoteldar væru seldir með miklum afslætti án þess að hafa verið seldir á tilgreindu fyrra verði. Í kjölfar átaksins tók Neytendastofa ákvarðanir þar sem markaðssetningu á afsláttar- og útsöluverði skotelda var bönnuð hafi skoteldarnir ekki verið seldir á fyrra verði. Einnig gerði Neytendastofa þá kröfu að ef um kynningarverð væri að ræða yrði að koma fram í hve langan tíma það gildir.

Neytendastofa tók einnig 750 sýni af handblysum, skotkökum og flugeldum frá flugeldasölum sem seldu CE merkta skotelda og sendi til prófunar. Eftir áramót kom fram í fjölmiðlum að slys hefði orðið á fólki út af handblysum. Eftir að Neytendastofa auglýsti á facebook eftir nánari upplýsingum um slysið bárust ábendingar um hvaða blys væri um að ræða. Neytendastofa hefur nú sent 20 sýni til viðbótar til prófunar.

Neytendastofa mun fylgjast vel með skoteldamarkaðnum á næsta sölutímabili til þess að tryggja sanngjarna samkeppni á markaðnum og til þess að koma í veg fyrir villandi viðskiptahætti gagnvart neytendum og að við eigum slysalaus áramót.

Ákvarðanirnar má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA