Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Pennans á íslenskum húsgögnum

04.04.2016

Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna auglýsinga Pennans ehf. á FANSA húsgögnum. Penninn auglýsti húsgögnin sem íslensk og töldu samtökin að það væri villandi þar sem húsgögnin væru ekki að fullu framleidd á Íslandi. Þá töldu samtökin að kynningartilboð á húsgögnunum væru ekki í samræmi við reglur um útsölur.

Neytendastofa taldi að þar sem húsgögnin kæmu frá íslensku fyrirtæki, væru hönnuð af íslensku fyrirtæki og að stórum hluta framleidd og samsett af íslenskum aðila væri ekki villandi að auglýsa þau sem íslensk. Hins vegar taldi Neytendastofa að kynningartilboð Pennans á húsgögnunum væri brot gegn lögum og reglum um útsölur þar sem gildistími kynningarverðanna var ekki tilgreindur.

Ákvörðunina má nálgast hér.

TIL BAKA