IKEA innkallar LATTJO leðurblökuslá
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO leðurblökuslá vegna þriggja tilkynninga um að börn hafi hlotið skrámur eða mar á háls eftir notkun hennar. Í þessum tilfellum sat sláin föst og losnaði ekki frá hálsi barna eins og hún á að gera við álag. Ekkert tilvik hefur verið tilkynnt hér á landi.
Í tilkynningu IKEA kemur fram að ekki hafi verið tilkynnt um meiðsl sem kröfðust læknisaðstoðar, en vegna hættu á að sláin losni ekki frá hálsi barna hefur IKEA ákveðið að innkalla hana í forvarnarskyni.
„Hjá okkur ríkir sú stefna að taka aldrei áhættu þegar öryggi barna er annars vegar og við getum ekki sætt okkur við að leikur með vörur frá okkur feli í sér slysahættu. Rannsókn okkar, sem gerð var eftir tilkynningarnar, leiddi ekki aðeins í ljós að franski rennilásinn losnaði ekki nógu auðveldlega, heldur sýndi hún okkur einnig að við þurfum að setja skýrari kröfur um slíkar festingar á vörum okkar. Við bregðumst því tafarlaust við með því að innkalla vöruna, en munum einnig setja okkur skýrari reglur til framtíðar og standa þannig vörð um öryggi barna“, segir Cindy Andersen, viðskiptastjóri barnavara hjá IKEA.
IKEA tekur ekki áhættu með öryggi barna og hvetur því alla viðskiptavini sem eiga LATTJO leðurblökuslá til að taka hana úr notkun og skila henni í IKEA gegn endurgreiðslu.
LATTJO leðurblökuslá hefur verið seld á öllum markaðssvæðum IKEA nema í Rússlandi og Indónesíu síðan í nóvember 2015.
Hægt er að skila LATTJO leðurblökuslá í IKEA og fá að fullu endurgreitt. Kvittun er ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu. Nánari upplýsingar má fá á www.IKEA.is eða í þjónustuveri í síma 520 2500.